SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Æviágrip

Sri Chinmoy var fæddur árið 1931 í Chittagong (sem þá tilheyrði Austur-Bengal á Indlandi). Hann var yngstur sjö systkina, en árið 1944 eftir að foreldrar hans féllu frá fór Chinmoy, þá tólf ára gamall, í andlegt samfélag á Suður Indlandi. Þar dvaldi hann næstu tuttugu árin við andlega iðkun - langar hugleiðslu stundir, íþrótta æfingar, ljóðagerð og skriftir auk þess að semja trúarleg sönglög.

Á unglingsárum sínum öðlaðist Sri Chinmy djúpa innri reynslu og á árunum sem eftir fóru var hugleiðsla hans orðin háþróuð. Árið 1964 flutti Sri Chinmoy til New York í þeim tilgangi að deila sínum innri auð með einlægum leitendum á vesturlöndum, og hann bjó þar til fráfalls hans í 2007.

Sri Chinmoy álítur að þráin eftir því andegastanslaus þrá hjartans eftir æðri og dýpri veruleika - sé innra aflið í framrás allra trúarbragða, menningu, íþróttum og vísindum.  Með því að dvelja í hjartanu og sækjast stöðugt eftir að komast á æðra vitundarstig, geta konur og menn dregið fram það besta sem í þeim býr og fundið leiðina að ánægjuríku lífi.

Takmark okkar er að fara úr birtu í meiri birtu til þess bjartasta, frá hæð til hærri hæða í hæstu hæðir, og meira að segja í hæstu hæðum er þróun okkar án enda, því sjálfur Guð er innra með okkur öllum og Guð er hvert einasta augnablik að fara fram úr sínum eigin veruleika.

Sri Chinmoy

Sri Chinmoy þjónar nemendum frá 60 löndum sem andlegur leiðbeinandi, hann hvetur til jafnvægis í lífsvenjum, sem felur í sér agaða bæna og hugleiðslu iðkun með atorku nútíma lífsmáta.

Líf Sri Chinmoy einkennist af ótæmandi sköpunar gáfum og gífurlegum afköstum á sviði tónlistar, ljóðagerðar, mynlistar, bókmenta og íþrótta. Framlag hans til allra þessara greina hefur víða vakið eftirtekt. Hann ferðaðist reglubundið vítt og breitt um heiminn til að halda tónleika fyrir almenning án endurgjalds, flytja fyrirlestra, bjóða upp á hugleiðslustundir, hitta nemendur sína og ræða andleg málefni við ýmsa framámenn á alþjóðavettvangi sem og aðra þjóðarleiðtoga. Sri Chinmoy tók ekki endurgjald fyrir andlega leiðsögn né tónleikahald, fyrirlestra eða hugleiðslustundir fyrir almenning.


Athafnasama líf

Sri Chinmoy lifaði athafnasömu lífi, og sýnir með því fram á að andleg ástundun er ekki flótti frá lífinu, heldur leið til að bæta það.

Í öllum afrekum mínum er ég alveg háð Náðinni Æðstsins. Náð hans veitir mér innblástur og leiðbeinir mér í öllu sem ég geri - hvort sem ég er að skrifa ljóð, semja lag, mála málverk, hlaupa maraþon eða halda fyrirlest. Allt sem ég geri veltur á innri leiðsögn, og þessi innri leiðsögn er ekkert annað en Samúð og Náð frá að Ofan.

Sri Chinmoy

Friðarhugleiðslur

Sri Chinmoys hélt friðarhugleiðslu fyrir sendiherra og starfsmenn þeirra í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York tvisvar í viku í 37 ár. Einnig stýraði hann friðarhugleiðslu fyrir opinbera embættismenn í þinghöll Bandaríkjanna í Washington, D.C. og reglulegra hugleiðslufunda fyrir breska þingið.


Ritverk

Gefnar hefur verið út yfir 1600 bækur eftir Sri Chinmoy. Í bókunum sem samanstanda af ljóðum, leikritum og smásögum leitast hann við að túlka hina eilífu leit mannsins að friði og skilningi á sjálfum sér. meira »


Myndlist

Sri Chinmoy hefur málað hátt í 160,000 dulspekimálverk, sem sýnd hafa verið víðsvegar um heim. meira »


Tónlist

Sri Chinmoy hefur samið yfir 23,000 bænasöngva. Hann hefur haldið nokkur hundruð Friðarhljómleika í borgum víðsvegar um heiminn. A þeim flutti hann eigin tónsmíðar á margvísleg hljóðfæri. meira »


Íþrottir

Sri Chinmoy hvatti lærisveina sína til að stunda íþróttir. Alþjóðlega Sri Chinmoy maraþonliðið efnir til hundraða götuhlaupa undir andlega hvetjandi leiðsögn hans ásamt lengsta skráða hlaupi í heimi (3100 mílur) og heldur alþjóðlegt Friðarhlaup á tveggja ára fresti.

Sri Chinmoy er einnig þekktur fyrir stórbrotinn árangur á sviði kraftlyftinga, til að sýna fram á að sá innri friður sem fæst með hugleiðslu, sé áþreifanleg uppspretta ytri styrks. Að auki hefur hann heiðrað nærri 8.000 einstaklinga með því að lyfta þeim upp yfir sig á sérsmíðuðum palli í verðlaunaúthlutun sem nefnist Lifting Up the World with a Oneness-Heart - upplyfting heimsins með einingu hjartans.