Þegar máttur kærleikans hefur
velt úr sessi ástinni á mætti
hefur maðurinn öðlast nýtt nafn:
Guð.
Sri Chinmoy er andlegur kennari, sem reynir að þjóna mannkyninu og veita innblástur með gjöfum úr ríki andans gegnum bænir og hugleiðslu, ritverk, tónsmíðar og myndlist.
Við vonum að einfaldleikinn, hreinleikinn og ljósið frá framlagi Sri Chinmoy verði ykkur einnig til uppörvunar.
VideoVideó: Sri Chinmoy hugleiðirHugleiðsla er guðleg gjöf. Hún einfaldar ytra lífið og fyllir innra lífið orku. Hugleiðsla skapa okkur innra líf, sem verður svo sjálfkrafa og eðlilegt að við getum ekki andað án vitundar um okkar eigin guðdómleika.
Sri Chinmoy
Meira um hugleiðslu og andlega ástundun
VideoMeistarinn er vinur þinn, þinn eilífi vinur, sem hjálpar þér að skynja hið hæsta í sjálfum þér. Hann hjálpar þér að opna innri fjársjóðskistuna þína með lyklinum þínum - ekki lyklinum sínum - og sýnir þér þinn eigin fjársjóð. Þegar hann sýnir þér þinn eigin fjársjóð, hlut sinn í leiknum er lokið.
Sri Chinmoy
Meira um andlega leið Sri Chinmoys
Sri Chinmoy helgaði líf sitt heimseiningu - ekki aðeins með hugleiðslu sinni, heldur einnig með listum, íþróttum og mannúðarþjónustu.
Að ósk U Thant, þáverandi aðalritara, hóf Sri Chinmoy að leiða hugleiðslur tvisvar í viku fyrir sendiherra og starfslið Sameinuðu þjóðanna í New York.
Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupið var stofnað árið 1987. Það er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem leitast við að kynna vináttu og skilning um allan heim. Bera hlauparar kyndil og hefur hlaupið farið heimsókn í yfir 155 löndum um allan heim, þar á meðal Íslandi. meira »
VideoÉg vil sýna með þessum lyftingum að bæn og hugleiðsla geti örugglega aukið ytri getu manns. Með því að gera þetta, vona ég að ég geti hvatt marga til að biðja og hugleiða af einlægni sem hluta af reglulegri daglegri venju.
Sri Chinmoy
Sri Chinmoy var ákafur íþróttamaður allt frá því á yngri árum og hafði alltaf trú á því að íþróttir og andleg ástundun geti farið saman. 3100 mílna hlaupið hófst árið 1997 í Queens, New York. Hlauparar hafa 52 daga til að ljúka vegalengdinni. meira »
Sýn Sri Chinmoy féll í frjóan jarðveg hjá fólki úr öllum áttum - leiðtogum heimsins, sendiherrum og ríkiserindrekum hjá Sameinuðu þjóðunum, tónlistarmönnum, afreksíþróttamönnum, vaxtarræktarmönnum og leiðtogum mannúðarmála.
Sri Chinmoy heimsótti Ísland sex sinnum á milli 1974 og 2003. Hann flutti tónleika og háskólafyrirlestra, og átti fundi með þjóðarleiðtogum til að vinna friðarhugsjóninni fylgi.
VideoTónleikar í Háskólabíói Reykjavíkur, 2000Ég öðlast frið aðeins þegar ég deili friði með öðrum. Þess vegna held ég friðartónleika um allan heim. Ég hef aðeins eitt markmið - frið, frið um allan heim.
Aðeins þegar ég hugleiði í hljóði eða spila sálþrungna tónlist finn ég frið í innstu hjartafylgsnum. Á þeim tíma finnst mér að ég geti virkilega þjónað mannkyninu.
Sri Chinmoy
Sri Chinmoy var afkastamikill listamaður. Hann kallaði listaverk sín Jharna-Kala, sem þýðir list frá uppsprettunni á bengölsku. Í verkum sínum lætur Sri Chinmoy listina flæða frá hjartanu í streymandi sköpunarmætti. meira »
Frá unglingsárum sínum elskaði Sri Chinmoy að skrifa ljóð. Hann hefur samið yfir 150.000 ljóð og spakmæli.
Þúsundir manna víðsvegar um heim, sem koma úr öllum stigum mannlífsins og úr öllum trúarbrögðum eru að þjóna sínum samfélögum undir handleiðslu Sri Chinmoy og hvatnigu frá honum, með ýmsum andlegum og menningarlegum dagskrám. Einnig eru margir með þjónustutengdan atvinnurekstur. Hér má finna upplýsingar um leiðandi lífsstefnu nemenda Sri Chinmoy og starfsemi þeirra. meira »
Sri Chinmoy trúir því eindregið að líkamlegur og andlegur styrkur geti og verði að fara saman. Auk þess að vera verðlaunahafi í 100 metra hlaupi og tugþraut á sínum yngri árum, hefur hann sett mörg heimsmet í lyftingum og lokið við 22 maraþonhlaup og 5 ultramaraþonhlaup.
Sri Chinmoy maraþonliðið stendur fyrir 500 íþróttaviðburðum á hverju ári, allt frá frjálsíþróttakeppnum til heimsins lengsta hlaupi sem viðukennthefur verð, en það er 3100 mílur. meira »
Yfir 1600 bækur, sem innihalda ljóð, ritgerðir, leikrit og stuttar frásagnir liggja eftir Sri Chinmoy. Orð hans hafa lýst stórkostlegri og fjölbreyttri vegferð mannsins í leit hans að innra samræmi og skilningi á eigin sjálfi. meira »
Upplifið andríka og hjartnæma tónlist Sri Chinmoy þar sem hann syngur og spilar á tylft hljóðfæra frá öllum heimshornum. meira »
Hverfið inn í heim ótakmarkaðrar sköpunargáfu Sri Chinmoy gegnum tónlist hans, myndlist og töluð orð. Sameinist honum nokkur augnablik í þögn hugleiðslunnar. meira »