SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sri Chinmoy sem andlegur meistari

Þessi texti er skrifaður þegar Sri Chinmoy var enn í jarðlífinu. Við erum svolítið hikandi við að gera breytingar á honum því fyrir okkur eru andlegu leiðbeiningarnar og tengslin við Sri Chinmoy jafn lifandi og á meðan hann var á meðal okkar. Í dag er fólk að kynnast kenningum Sri Chinmoy og finna fyrir sömu tengingu við leiðbeiningar hans og því finnst okkur textinn ennþá í fullu gildi.    
- nemendur Sri Chinmoy.


Sri Chinmoy er andlegur meistari, sem hefur helgað sig þjónustu við þá sem leita dýpri merkingar í lífi sínu. Hann kennir hugleiðslu, semur tónlist, stundar íþróttir, heldur fyrirlestra og skrifar og leitast þannig við að sýna öðrum hvernig þeir megi öðlast innri frið og lífsfyllingu.

Video
Videó: Sri Chinmoy talar um andlega meistara - 'Raunverulegi andlegi meistarinn er Guð, (andlegi meistarinn) er bara fulltrúa'

Í dag er Sri Chinmoy andlegur leiðbeinandi lærisveina í yfir 100 setrum víðs vegar um heiminn. Leið hans er Leið hjartans, sem hann telur einföldustu aðferðina til að taka skjótum andlegum framförum. Hann kennir að með því að hugleiða hið andlega hjarta geti leitandinn fundið frið, gleði, ljós og kærleika.

Sri Chinmoy telur hlutverk andlegs meistara vera að hjálpa leitandanum að skynja þetta innra ríkidæmi svo að það nái að lýsa upp líf hans. Hann leiðbeinir lærisveinum sínum á kærleiksríkan hátt um hið innra líf og lyftir vitund þeirra hærra en hugmyndaflug þeirra nær. Á móti biður hann nemendur sína að hugleiða reglulega og reyna að hlúa að þeim innri eiginleikum sem hann dregur fram.

Samkvæmt kenningum Sri Chinmoys er takmarkinu ekki fyllilega náð þó við skynjum Guðdóminn heldur verðum við einnig að birta þann veruleika hér á jörðinni. Eða eins og Sri Chinmoy orðar það:

„Víst er stórfenglegt að klifra upp í mangótréð, en það er ekki nóg. Við verðum að klifra niður aftur til þess að deila ávöxtunum með öðrum. Fyrr er hlutverki okkar ekki lokið og fyrr er Guð ekki fyllilega ánægður.“


Samkvæmt indverskri hefð, þiggur Sri Chinmoy ekki laun fyrir andlega leiðsögn sína, né heldur fyrir tíða fyrirlestra, tónleika og hugleiðslur fyrir almenning. Einu laun hans, segir hann, eru einlæg innri þrá leitandans. Hann leggur persónulega rækt við sérhvern lærisvein sinn og í hvert skipti, sem hann tekur að ser lærisvein, tekur hann fulla ábyrgð á innri framförum hans. í New York, hugleiðir Sri Chinmoy nokkrum sinnum í viku ásamt lærisveinum sínum og heldur vikulega hugleiðslufundi fyrir almenning. Nemendur, sem búa utan New York, geta hitt hann á alþjóðasamkomum sem eru haldnar tvisvar á ári í New York eða á tíðum ferðum meistarans til heimalanda þeirra. Þeir finna þó að ytri fjarlægðir fá ekki skilið þá og meistarann að.

Hann tekur við nemendum á öllum þroskastigum, frá byrjendum upp í þroskaða leitendur og leiðbeinir þeim á kærleiksríkan hátt um hið innra og ytra líf í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir þeirra.