SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Skrif Sri Chinmoys

Með hjartnæmum skrifum sínum leitast Sri Chinmoy við að gefa fólki innblástur. Hann notar mörg tjáningarform bæði í rituðu og töluðu máli, þar á meðal ljóð, ritgerðir, fyrirlestra, spakmæli, spurningar og svör, sögur og leikrit.

Efnið sem hann tekur fyrir er álíka fjölbreytt; allt frá gamansömum frásögnum um fjölbreytni lífsins og leikritum um andlega meistara, til fyrirlestra um yogaheimspeki og helgra ljóða. Ritverk hans hafa verið þýdd á yfir 24 tungumál, þar á meðal íslensku.

Ljóð

Sri Chinmoy hefur ætíð tekið ljóð framyfir annað tjáningarform til að túlka innri reynslu. Ljóðin hans lýsa mikilli breidd andlegra upplifana, allt frá efa og ótta hins villuráfandi pílagríms til sæluástands uppljómaðs meistara.

Stórar ritraðir ljóða og spakmæla:

  • Ten Thousand Flower-Flames, skrifuð milli 1978 og 1983
  • Twenty-Seven Thousand Aspiration-Plants, skrifuð milli 1983 og 1998.
  • Seventy-Seven Thousand Service-Trees, hafið að skrifa 1998. Sri Chinmoy hafði lokið við 50.000 spakmæli í þessari ritröð þegar hann lést árið 2007.

Video

Videó: Sri Chinmoy halda ræðu um ljóð

Fyrirlestar

Sri Chinmoy hefur flutt yfir 200 fyrirlestra um andleg málefni í háskólum víða um heim, þar á meðal Oxford, Cambridge, Sorbonne, Harvard og Yale. Með einföldu og skýru máli í skrifum sínum og fyrirlestrum, veitir Sri Chinmoy innsýn í eðli andlegs lífs og samband leitandans við Guð. Hann hefur svarað þúsundum spurninga um andleg málefni frá leitendum sem eru lagðir út á brautina til persónulegrar umbreytingar og uppljómunar.

Sögur

Sri Chinmoy hefur skrifað fleiri hundruð sögur. Sumar eru um andlega meistara og nemendur þeirra, sumar eru um dulræna krafta og margt sem er á mörkum hins ótrúlega og enn aðrar varpa ljósi andlegs meistara á mannlegt líf.


  • Vinsamlegast skoðið á tengilinn Sri Chinmoy bókasafnið þar sem er að finna meira en 1.600 af bókum Sri Chinmoys.