SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Andleg ástundun

Öll erum við leitendur og markmið okkar allra er það sama, að öðlast innri frið ljós og gleði, að verða óaðskiljanleg frá uppruna okkar og lifa fullkomlega hamingjusömu lífi.

Að lifa í gleði er að lifa í andanum, það er lífsmáti sem leiðir til þekkingar á eigin sjálfi og þekking á sjálfinu leiðir til þekkingar á Guði, því Guð er er enginn annar en Guðdómsneistinn sem býr djúpt innra meðsérhverju okkar. Við getum líka hugsað okkur Guð sem Innri Leiðbeinandann eða Hið Æðsta, hvaða hugtak sem við kjósum að nota er um að ræða það Æðsta innra með okkur, sem erendanlegt takmark okkar í andlegri viðleitni.

Andlega sinnuð manneskja ætti að vera eðlileg og heilbrigð. Til að nálgast Guð verða dagleg störf manna sem fást við andlega iðkun, að vera í anda Guðs. Með því að starfa í anda Guðs, deilum við okkar innri auði með öðrum.Við finnum að Það Guðlega er að baki hverju verki og deilum árangrinum með öðrum. Andleg iðkun útilokar ekki efnisheiminn, það efnislega ætti að endurspegla Það Guðlega innra með okkur.

Sri Chinmoy, The Wings of Joy


Vinsæl umræðuefni

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Þakklæti

"Með þakklæti, þakklætinu sem býr í hjartanu en ekki huganum, getur hugleiðsla þín orðið alveg framúrskarandi."

meira »


Endurholdgun

"Sé markmið okkar að renna inn í hið hæsta, hið óendanlega, hið eilífa, hið ódauðlega, er eitt stutt æviskeið að sjálfsögðu ekki nóg. Þar mun Guð heldur ekki leyfa okkur að vera alltaf ófullnægð. I næstu jarðvist munum við halda áfram ferð okkar."

meira »


Guðskynjun

"En þeir eru líka til, sem eru einlægir og sannir í andlegri þrá sinni og strengja þess heit að í þessari jarðvist, hér og nú, skuli þeir skynja Guð. Þeir segja þetta þrátt fyrir að þeir viti að þetta er hvorki þeirra fyrsta né síðasta jarðvist."

meira »


Andlega leiðin Sri Chinmoys

"Við höfum hvorki trú á einsetulífi né hefðbundnu mannlegu lífi — hinu svokallaða nútímalífi sem byggir á vélum en ekki innri veruleikanunt, sálinni. Við leitumst við að sameina og skapa góða heild úr ytra og innra lífinu."

meira »