SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Myndlist

Rauði þráðurinn í listsköpun Sri Chinmoys er djúp virðing og lotning fyrir friði hvort heldur það birtist í teikningum hans af milljónum friðarfugla, í friðardúfum eða þá í líkingum hans við fugl andagiftarinnar í ljóðum, ritverkum og tónlist. Viðfangsefnið í allrí listræni sköpun hans, hvort sem um er að ræða myndlist, ljóðlist, tónlist, fyrirlestra, menningaruppákomur, íþróttir, eða 30 ára dygga þjónustu við Sameinuðu þjóðirnar er í aðalatriðum það sama: fríður...fríður í öllu, fríður handa öllum.

Jharna-Kala: list frá uppsprettunni

Sri Chinmoy kallar list sína Jharna-Kala, sem þýðir list frá uppsprettunni. Málverk Sri Chinmoys eru af margvíslegum toga, allt frá blekteikningum á handunnin pappír til vatns- og gvasslita á vatnslitapappír til litamynda og tússteikninga, sem oft eru uppistaðan í fjörlegum fuglateikningum sem eru einkennandi fyrir stíl hans; eða einfaldlega kosmísk akrýl abstraktverk. Hann hefur lengi verið þekktur fýrir óvenjulega beitingu á sérhönnuðum svömpum og öðrum áhöldum til að mála með. Handbragð hans ber vott um léttleika en ákveðni, jafnt í formi sem og litavali.

Video

Myndlist Sri Chinmoys sýnir snilldartök, hæfileika til mynda tengsl við áhorfandann, með litavali, handbragði og augljósum frumleika í stíl. Honum er hvorki í mun að kenna sig við einhverja ákveðna stefnu í myndlist, né aðgreina sig frá neinni aðferð þar sem sköpun hans er sjálfsprottin í augnablikinu. Myndlist hans er tilgerðarlaus og hefur áhrif án þess að vera yfirgengileg. Ollu heldur má segja að Sri Chinmoy noti fínna tjáningarform, sem hann beitir af mikilli færni til að koma kjarna verka sinna áleiðis til annarra.

Í verkum sínum lætur Sri Chinmoy listina flæða frá hjartanu í streymandi sköpunarmætti. Hann tjáir fríð, samræmi, barnslega gleði og sakleysi í list sinni með ríkulegri notkun lita og stórra drátta sem leika við skilningarvitin. Með myndlist sinni leitast hann við að miðla fríðsæld og yndislegu samræmi til áhorfanda og umhverfis. Geislandi kraftur einkennir litasamsetningar Sri Chinmoys, sem úr sprettur nýr innblástur, innblástur fyrir Ferðalagið, skapandi máttur.

Sál mín er eldfugl í logum sem blakar vængjum að víðáttum óendanleikans.  

Sri Chinmoy

Sri Chinmoy hefur þróað einstakan stíl, nokkurskonar „fuglabreiður“. Þyrpingar strikteikninga rísa úr landslagi litríkra abstraktmynda þar sem þemað er fugl innblástursins, fugl sálarinnar, fugl fríðarins.

Þessar fuglabreiður eru hundruð, oft þúsundir smárra fugla sem mynda heilt landslag fugla. Það má bera myndirnar saman við landslagið sem blasir við er horft er yfir sveitir Frakklands þar sem ferkantaðir akrar mynda hina sérstöku ásýnd ræktaðs lands. Fuglabreiður Sri Chinmoys með litríkum flötum sínum, mynda stundum stærri fugla sem aðeins er unnt að greina vegna litaskiptanna. Það minnir okkur einhvern veginn á að þrátt fyrir aragrúa alls þess sem myndar alheiminn þá sameinumst við í hinu „Eina“. Þegar horft er á myndina úr svolítið meiri fjarlægð vekur þessi fjöldi af stökum fuglum sem myndar stærri fugl okkur á ný til vitundar um það hvernig einstaklingurinn er smækkuð ímynd alheimsins.

Ég teikna fugla því fuglar fljúga um himingeim takmarkalaus frelsis.

Sri Chinmoy

Ef til vill er þetta áminning frá listamanninum um að þó að sérhvert okkar sé einstaklingur þá erum við líka hluti af stærri heild...ein stór fjölskylda, eitt mannkyn; ein reikistjarna í alheimi, þar sem við dveljum öll í aftnörkuðu formi, en leitumst við að víkka út skynjun okkar. Ef til vill getum við lært hér að ef örsmáar rykagnir geta dregist hver að annarri og myndað saman þessar stórbrotnu stjörnuþokur í alheiminum þá hljótum við að geta samein- ast í gagnkvæmum friði hér á jörðinni. Þessi list hefur því víðtæka skírskotun.

Hlý orð um myndlist Sri Chinmoys

Video

Videó: Sri Chinmoy teiknar fugla í Gvatemala, 1997

Mikilvægar sýningar

  • Sameinuðu þjóðirnar í New York - margir sýningar 1975-2016
  • Þinghús í Ástráliu, Nýja Sjálandi og Úkráin
  • Þjóðlistasafn og Þjóðlistamiðstöðin í Ottawa, Kanada
  • Caroussel du Louvre, Frakkland
  • Á Íslandi - Tjarnarsal Ráðhuss Reykjavíkur, Kringlan