SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sögur frá æskunni

Hvern langar að læra?

Faðir minn varð meðeigandi og bankastjóri í litlum banka. Hann dvaldi alltaf alla virka daga í bænum og svaf í bankanum. Þar var fullt af herbergjum. Hann kom heim á föstudagskvöldum, var yfir helgina og fór aftur í vinnuna á mánudagsmorgni. Annað slagið langaði mig að fara með honum.

Ég og bróðir minn Mantu höfðum einkakennara. Kennslustundimar fóm fóru fram nálægt litlu hofi, í eigu fjölskyldunnar, og var tileinkað gyðjunni Lakshmi. Ut undan mér sá ég föður minn ganga í hofið til þess að hljóta blessun og fara síðan niður á höfn til þess að ná ferjunni. Nokkrum sinnum reyndir ég að laumast á eftir honum. Ég horfði á hann ganga tvær húsalengjur og svo hljóp ég á eftir honum. Ég vildi gera þetta í laumi en bróðir minn og einkakennarinn minn hrópuðu á mig svo að alltaf komst upp um mig.

Þegar faðir minn sá mig kallaði ég alltaf að ég vildi ekki læra. Hann sagði þá, "Ég get ekki alltaf tekið þig með mér! Þú verður að læra!" Bróðir minn sagði ávallt móður minni hvað hefði gerst. Hún vildi líka að ég lærði en hún vissi að það var vonlaust. Hún sendi því þjón með auka föt sem ég gæti notað í bænum þar sem ég var alltaf í stuttbuxum og ermalausum bol.

Þannig fór ég oft í bæinn í stað þess að læra. Hvern langar að læra? Í sjö eða átta ár lærði ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég lærði af bróður mínum og einkakennara. Svo þegar að prófunum kom var ég alltaf efstur. Auðvitað var kennarinn minn mjög, mjög eftirlátur við mig því að faðir minn var stórlax í bænum!

Þegar ég var í bænum ráfaði ég bara um allan daginn. Ég var svo heillaður af þjófum og því fór ég oft í dómshúsið til að fylgjast með þeim. Mér fannst líka gaman að fara að ánni Karnaphuli og horfa á báta og skip.

Móðurbróðir minn bjó í bænum og ég bjó alltaf hjá honum. Hann var mjög nákominn okkur. Konan hans var mikill listakokkur og gat eldað ljúffenga rétti úr nánast engu. Oft dvaldi ég þar í heila viku. En ef ég krafðist þess að vera lengur en viku kom annað hvort móðir mín í bæinn og sótti mig eða hún sendi einhvem annan til að sækja mig.
Þegar ég heimsótti frænkur mínar í þorpunum leyfði móðir mín mér ekki að vera lengur en tvo daga í senn. Henni líkaði ekki að ég væri of lengi í burtu. Henni þótti allra vænst um mig og án mín var hún óttalega van-æl. En oft leyfði hún mér að dvelja hjá frænda mínum í heila viku.

Ég grét alltaf þegar ég þurfti að snúa aftur heim. Hvers vegna? Mér þótti mjög vænt um móður mína en heima þurfti ég að læra. Lærdómurinn var bara allt of erfiður, allt of erfiður!

Ég hef fengið í arf

Ást og ákveðni systur minnar Lily
hef ég fengið í arf.

Umhyggju og þjónustu systur minnar Arpitu
hef ég fengið í arf.

Skáldskap og fórnir bróður míns Chitta
hef ég fengið í arf.

Heimspeki og og visku bróður míns Hriday
hef ég fengið í arf.

Þolinmæði og íhlutunarleysi bróður míns Mantu
hef ég fengið í arf.

Tónlist og mikilleika systur minnar Ahönu
hef ég fengið í arf.

Sálræn tár og undirgefni móður minnar Yogamayu
hef ég fengið í arf.

Innra sjálfsöryggi og ytri sigur föður míns Shashi Kumar
hef ég fengið í arf.