SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Ljóð um von

Þýðingar á ljóðum og spakmælum Sri Chinmoys.

Adeins ein von

Sundraðu öllum mínum von
skildu eftir adeins eina,
þá von að geta lært
tungumál hinnar innri þagnar,
í algjörri óskilyrti uppgjöf.
Á heiðum himni frelsis
finn ég fullkomna ró.
Fuglinn í hjarta mér dansar í dag
á hátíð hins himneska ljóss.

 

Eftir hverju er ég að bíða?
Ég er að bíða eftir
innilegu brosi frá hjarta mínu
til að bjarga vonlausu
og stefnulausu lífi mínu.


 leiðsagnar um hinn ævaforna stíg lífsblómgandi sjálfsvitundar.


Langi þig að ná
guðdómlegum og einstökum árangri,
þá skaltu á hverjum degi vökva
grænar jurtir garðsins í hjarta þínu


Ef þú getur staðið af þér háska-ský
þá munu himnesku leyndardómarnir
sem búa handan þessa heims og hugaróra hans
falla þér í skaut.