SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Hugleiðsla í hjartanu

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Það er betra að hugleiða í hjartanu en huganum. Hugurinn er eins og fjölmennt torg; hjartað er eins og einmana hellir. Þú nærð hugsanlega fimm mínútna hugleiðslu í huganum; þar af er kannski ekki nema ein mínúta öflug hugleiðsla. Að því búnu fer að gæta spennu í höfðinu. í fyrstu upplifirðu gleði og fyllingu; síðan líklega auðn og tóm. En með því að hugleiða í hjartanu öðlastu getu til að samsama þig þeirri gleði og fyllingu sem þú færð og sem verða þá þaðan í frá ávallt hluti af þér.

Þegar hugleitt er í huganum er ekki verið að samkenna sig einhverju heldur leitast við að að komast inn í það. Viljirðu komast inn í hús annars manns, til að komast yfir eigur hans, neyðistu annað hvort til að brjóta upp hurðina eða telja eigandann á að hleypa þér inn. Við það vaknar hjá þér sú tilfinning að þú sért aðkomumaður og hið sama gildir um húseigandann. Hann hugsar með sér: „Því skyldi ég hleypa framandi manni inn til mín?“ Ef þú á hinn bóginn beitir hjartanu fyrir þig verða eigindir þess, blíða, ljúf- mennska, ást og hreinleiki, ríkjandi. Jafnskjótt og húseig- andinn sér að þú ert ekkert nema hjartað sameinast hjörtu ykkar og hann lýkur upp fyrir þér. Hann skynjar einingu vkkar og segir: „Hverju sækistu eftir frá mér? Þarftu frið eða ljós? Þú mátt fá það sem þú vilt.“

Eitt enn: Hafi hugurinn opnað þér leið inn í húsið reynirðu undireins að hrifsa til þín alla girnilegu ávextina sem þú sérð. Þú ert ánægður ef þú nærð þeim jafnvel þó þú torgir þeim ekki öllum. En ef þú notar hjartað verðurðu þess áskynja að móttækileika þínum eru engin takmörk sett. I huganum reynirðu líka að velja úr ávöxtunum því þar gerirðu upp á milli þeirra. En hafirðu komist inn í húsið í gegnum hjartað uppgötvarðu að allt þar innandyra tilheyrir þér og þú getur notið þess alls. Hjartastöðin er miðstöð einingar. Fyrst er að samsama sig sannleikanum og síðan, í krafti þeirrar samsömunar, að verða hann.

Video

Videó: Sri Chinmoy talar um hugann og hjartan

Hjarta og sál

Þegar þú hugleiðir í hjartanu ertu í bústað sálarinnar. Sálin hefur lengstum fasta búsetu á einum ákveðnum stað, hjartanu, þó að til sanns vegar megi færa að ljósið og vitundin dreifist um allan líkamann. Uppljómun kemur frá sálinni sem býr í hjartanu. Ef þú veist að hverju þú leitar og hvar það er að finna leitarðu rakleiðis þangað. Annað væri eins og að kaupa matvöru í járnvöruverslun.

Reginmunur er á innleggi hugans og hjartans. Hugurinn er takmarkaður; hjartanu eru engin takmörk sett. Innst inni ertu botnlaus friður, ljós og sæla. Það er ekki erfitt að verða sér úti um takmarkað magn. Hugleiðsla í huganum getur fært þér það. En þú öðlast óendanlega miklu meira með því að hugleiða í hjartanu. Segjum svo að þér bjóðist vinna á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum geturðu unnið þér inn tíu þúsund krónur en fimmtíu þúsund á hinum. Þú sóar ekki tíma þínum á þeim fyrrnefnda ef þú ert hygginn.

Hugleiðsla þín er dæmd til að valda þér vonbrigðum meðan þú hefur óbilandi trúa á huganum sem flækir allt. Venjulegt fólk álítur visku fólgna í hinu margslungna og flókna en andlegt fólk veit að Guð er afar auðskilinn. Sannleikurinn býr í einfaldleikanum, ekki hinu flókna og torvelda.

Ég er ekki að halda því fram að hugurinn sé alltaf slæmur. Það þarf ekki að vera. En hann er ófullkominn. Hann getur í besta falli gefið innblástur sem út af fyrir sig er takmark- aður. Leita verður í hjartað til að finna sanna þrá. Ástæðan er sú að birta sálarinnar er þar alltaf til staðar. Þú öðlast ekki einasta háleita þrá, þegar þú hugleiðir í hjartanu, heldur líka uppfyllingu þeirrar þrár; frið, ljós og sælu sálarinnar.


Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvernig ná má til andlega hjartans í hugleiðslu.

Andlega hjartað er staðsett í miðju brjóstinu. Þú finnur fyrir því þegar þrá þín er sterk en það má líka koma auga á það með þriðja auganu. Þú getur einbeitt þér að líkams- hjartanu í brjóstinu ef þér finnst erfitt að hugleiða á andlega hjartað. Þegar þú hefur hugleitt þar um nokkurra mánaða skeið, eða jafnvel ár, verðurðu þess áskynja að inni í mannlega hjartanu er guðlega hjartað þar sem sálin á sér búsetu. Þegar þú hefur fundið þetta byrjarðu að hugleiða á andlega hjartað.

Þú verður að hafa þá tilfinningu að þú sért ekki með neinn huga, enga útlimi, ekki neitt nema hjarta til að ná til andlega hjartans. Síðan þarf þér að finnast að þú hafir ekki hjartað heldur sért það. Þegar þér getur fundist þú aðems vera hjartað, nærðu auðveldlega til andlega hjartans í hugleiðslu.