SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Einbeiting

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Byrjendum hentar best að byrja á einbeitingu. Annars fyllist hugurinn óteljandi miður fallegum hugsunum um leið og þú reynir að tæma hann og kyrra og þá nærðu ekki svo mikið sem einnar sekúndu hugleiðslu. Með því að einbeita þér býðurðu óviðeigandi hugsunum byrginn. Þess vegna skaltu byrja á að þjálfa í nokkrar mínútur einbeitinguna. Að fáeinum vikum eða mánuðum liðnum geturðu síðan reynt að hugleiða.

Að gera líf okkar einfaldara

Hvernig förum við að því að gera líf okkar einfaldara? Er einhver sérstök aðferð til þess? Já, sú aðferð, sem gerir okkur kleift að einfalda jafnvel hið flóknasta líf, kallast einbeiting, máttur einbeitingar okkar. Þegar við einbeitum okkur að vandamálum okkar verðum við þess áskynja að ináttur einbeitingar okkar sprettur í raun upp úr nokkru sem er langtum máttugra en öll vandamálin samanlögð. Uppspretta þessi kennir okkur að einfalda vandamál okkar. Eg get sagt ykkur það í eigin reynslu að ef við getum einbeitt okkur að vandamálum okkur þó ekki sé nema í fimm stuttar mínútur, þá hættir veröld okkar að vera svo flókin sem hún er.

Óbugandi vilji sálarínnar

Þegar við erurn að einbeita okkur, erum við eins og byssukúla, sem smýgur inn í hlut, eða segull sem dregur til sín það sem verið er að einbeita sér að. A því andartaki gefum við ekki hugsunum færi á að komast að, hvort sem þær era guðlegar eða óguðlegar, jarðneskar eða himneskar, góðar eða slæmar. Hugurinn verður að beinast óskiptur að ákveðnum hlut eða viðfangsefni í einbeitingu. Ef við einbeitum okkur að krónublaði blóms reynum við að ímynda okkur að ekkert fyrirfinnist í öllum heiminum nema krónublaðið. Við beinum sjónum okkar hvorki fram á við né til baka, upp né inn á við; reynum einungis, með beittri einbeitingu, að smjúga inn í viðfangsefnið. Þetta er ekki árásargjörn leið til að komast inn í eitthvað. Einbeitingin á rætur að rekja beint til óbugandi vilja sálarinnar.

Þegar þú vilt þjálfa einbeitingu á hlut skaltu velja eitthvað sem vekur samstundis gleði hjá þér. Ef þú ert með Meistara vekur mynd af honum samstundis gleði þína. Ef þú ert ekki með Meistara skaltu láta fallegan hlut, guðlegan og hreinan, eins og til dæmis blom, verða fyrir valinu.

Einbeiting frá hjartanu

Ég hef oft heyrt andlega leitendur segja að þeir geti ekki einbeitt sér lengur en fimm mínútur í senn. Að því búnu fái þeir höfuðverk eða finnist höfuðið standa í ljósum logum. Ástæðan er að einbeiting þeirra sækir mátt sinn í hinn vitræna huga eða m.ö.o. hinn agaða huga. Hugurinn veit að hann má ekki reika. En til þess að hugurinn komi að fullum notum, á upplýstan hátt, verður hann að opna sig fyrir ljósi sálarinnar. Þegar ljós sálarinnar hefur náð til hugans er vandalaust að halda einbeitingu svo klukkustundum skiptir. Og á meðan hún varir, segja hvorki hugsanir, efi né ótti til sín. Ef búið er að hlaða hugann upp af birtu sálarinnar komast neikvæð öfl ekki að.

Video

Videó: Sri Chinmoy ráðleggja að hjartan er öruggasti staðurinn til að einbeita sér

Þegar við einbeitum okkur, verðum við að finna að máttur einbeitingarinnar eigi rætur að rekja til hjartastöðvarinnar og komi þaðan inn í þriðja augað. Hjartastöðin er aðsetur sálarinnar. Best er að vera ekki þessa stundina með neinar ákveðnar hugmyndir um sálina eða reyna að gera sér í hugarlund hverig hún lítur út. Við skulum bara hugsa okkur hana sem fulltrúa Guðs eða óþrjótandi ljós og sælu. Þegar við einbeitum okkur reynum við að finna að ljós sálarinnar komi frá hjartanu og fari út um þriðja augað. Með hjálp þess komumst við inn í viðfangsefnið og samkennum okkur því.

Lokastig einbeitingar er að uppgötva þann leynda grundvallarsannleik sem fólginn er í viðfangsefninu.

Einbeiting og hugleiðsla

Þegar við einbeitum okkur er athygli okkar bundin við eitt ákveðið viðfangsefni. Í hugleiðslu finnst okkur aftur á móti við hafa þann hæfileika innst inni að geta í senn komið auga á margt, fengist við margt og tekið á móti mörgu. Þegar við hugleiðum reynum við að þenja okkur út líkt og fugl sem breiðir úr vængjunum. Við leitumst við að víkka út okkar takmörkuðu vitund og verða hluti af Alheimsvitundinni þar sem ótti, öfund eða efi fyrirfinnast ekki, heldur aðeins fögnuður, friður og guðlegur máttur.