SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Andleg ástundun í reynd

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Innri friður einn
getur veitt manninum
raunverulegt ytra frelsi.

Sri Chinmoy

Friður í ytra lífinu er óhugsandi nema því aðeins og þegar friður hefur komist á í innra lífinu. Ef þú elur í brjósti einhverjar guðlegar hugsanir snemma á morgnana, áður en þú ferð að heiman, ganga þær inn í ytra lífið sem orkugefandi og uppfyllandi veruleiki. En afrakstur þeirra byggir eingöngu á þeirra eigin getu. Þú býður heiminum þann frið, sem þú öðlast í innri heiminum, en ytri heimurinn kærir sig ekki um hann. Ytri heimurinn kveðst þurfa frið en þegar honum er færður friðarávöxturinn fleygir hann honum frá sér.

A morgnana biður þú til Guðs um frið og síðan heldur þú í vinnuna þar sem starfsfélagar þínir, sem ekki hafa hugleitt eða beðið, rífast og slást. Þeir eru í öðrum heimi. Nú má vera að þú spyrjir sjálfan þig hvernig það megi vera að samstarfsmenn þínir séu enn í dag að rífast út af smámunum, þó að þú hafir beðið fyrir friði. Ég vil taka það fram að ástandið gæti verið mun verra ef þú hefðir ekki beðið um frið. Bænir þínar hafa tvímælalaust bætt ástandið frá því sem það hefði getað orðið. Hins vegar gæti uppnámið innan deildar þinnar hafa orðið minna ef þú hefðir beðið af meiri ákafa og innilegar. Og ég get fullvissað þig um að ef þú hefðir átt mjög kröftuga hugleiðslu snemma um morguninn hefði máttur bænar þinnar og hugleiðslu í innri heiminum hæglega getað afstýrt hinum röngu öflum, misskilningnum, meðal samstarfsmanna þinna.

Það er í innri heiminum sem allt á sér upphaf. Þar er fræinu sáð. Ef við sáum fræi friðar og kærleika mun það vitaskuld geta af sér tré friðar og kærleika þegar það nær að skjóta frjóöngum. En ef við sáum ekki fræinu, hvernig ætlum við þá að fá tréð eða plöntuna? Það er ekki hægt! Því miður biðjum við ekki öll fyrir friði. Við biðjum um gleði eða persónulega fullnægju okkar sjálfra. Vitaskuld er það rétt að við þörfnumst þess einnig. I dag þörfnumst við kannski gleði, á morgun kærleika og daginn þar á eftir má vera að við þurfum að fá ákveðinni löngun fullnægt. A hinn bóginn fyrirfinnst löngun, andleg þrá sem allir eiga sameiginlega, en það er löngunin eftir friði.

Friður sá, sem við reynum að ná fram frá ytri heiminum, er ekki friður, heldur aðeins tímabundin tilslökun. Þið sjáið hvernig staðan í stjórnmálunum er. Tveir aðilar halda friðinn í nokkra mánuði eða ár. Með því að halda ytra samkomulag telja þeir sig geta styrkt stöðu sína svo lítið beri á. Síðan, þegar færi gefst, eða knúnir áfram af lífaflshvöt, byrja þeir aftur að berjast. Eg bíð eftir tækifæri til að verða nógu máttugur til að ráðast á þig. En innri friður er allt annað mál. Friður sá, sem við komum með upp á yfirborðið úr innri heiminum í gegnum bænir okkar og hugleiðslu, er ákaflega sterkur, mjög máttugur, og hann varir. Þannig að ef við ráðum yfir friði í innra lífinu, þá hlýtur ytra lífið að umbreytast. Það er bara tímaspursmál.

Langar þig að vera hamingjusamur?
Ef svo er, skaltu annaðhvort ýta langanalífi þínu til hliðar
eða draga gróskulíf þitt inn á við.

Sri Chinmoy