SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Mannlegt stolt og guðlegt stolt

Spurning: Gætir þú talað við okkur um mannlegt stolt og Guðlegt stolt?

Sri Chinmoy: Mannlegu stolti mínu finnst það geta hvað sem er. Guðlegt stolt mitt, það stolt sem hefur gefið sig undir vilja Guðs, veit að það getur hvað sem er, aðeins þegar það hefur öðlast innblástur, leiðsögn og hjálp þess Æðsta. Mitt mannlega stolt vill að heimurinn skilji mig, ást mína, hjálp mína og fórn mína. Guðlegt stolt mitt, sem er tilfinning fyrir einingu meðal alls í Guði, vill ekki að heimurinn skilji mínar óeigingjörnu athafnir. Því finnst að ef Guð skilur mig og þekkir áætlanir mínar, þá geti ekki verið til meiri verðlaun. Mannlegt stolt mitt sýpur heita vatn lífsins, kvöl, pínu og efa án skeiðar. Útkoman er sú að tungan mín brennist illa. Mitt Guðlega stolt drekkur sama heita vatnið í ómælanlega meira magni en notast þó við skeið svo það þjáist ekki. Sú skeið er skeið frelsis, frelsis frá hlekkjum fáfræðinnar. Mannlega stolt mitt hræðist að segja og skammast sín fyrir að gera svo marga hluti. Guðlegt stolt mitt er alls ekkert hrætt við að segja né skammast sín fyrir að gera hvað sem er, því það veit að Guð er ávallt gerandinn og gjörðin. Hvern á ég svo sem að vera hræddur við? Hvað á ég svo sem að skammast mín fyrir? Mannlegt stolt mitt kremur mannkynið með sínum mannlegu kröftum.Guðlegt stolt mitt frelsar mannkynið með hinum Guðlega krafti Guðs. Þegar ég segi að Guð er minn og ég geti notað hann eins og mér hentar þá hvílir í mér mannlegt stolt. En þegar ég segi að ég er Guðs og öll mín tilvera er að hans ósk og er við fætur hans, þá geymi ég Guðlegt stolt. Við mannlegt stolt segir heimurinn, ´´Við munum annað hvort takast þetta eða við munum falla og farast.’’ Við Guðlegt stolt segir hinn Andlegi heimur, ‘‘Saman munum við takast á saman munum við árángri ná.’’