SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Hvers vegna hugleiðum við?

Hvers vegna hugleiðum við? Við hugleiðum af því að heiminum hefur ekla tekist að fulllnægja þörfum okkar. Hinn svokallaði friður, sem við finnum í daglegu lífi, er fimm mínútna grið að liðnum tiu tímum uppfullum af kviða, áhyggjum og vonbrigðum. Við erum sífelt á valdi afbrýðisemi, ótta, efa, ábyggna, kviða, örvæntingar og annnara neikvæðra afla sem finnast hvarvetna umhvervis okkur. Þessi öfl eru eins og apakettir. Þegar þau þreytast a að glefsa í okkur og taka sér nokkurra mínútna hvíld þykjumst við njóta friðar. Þetta er samt fjarri því að vera raunverulegur friður og eftir stutta hvíld gera þau aðra atlögu að okkur.

Varanlegur friður, guðlegur friður, ávinnst eingöngu gegnum hugleiðslu. Ef við hugleiðum af einlægnu snemma dags og finnum frið, þó ekki sé nema i eina mínútu, gætir ahrífa hans allan daginn. Og þegar við naum hugleiðslu at hæsta gráðu hljótum við varanlegan frið, ljós og fögnuð. Við erum að keppa að því að öðlast aukið ljós og að ná fullum þroska og því er hugleiðslan okkur nauðsyn. Ef þetta er þrá okkar, það sem okkur þyrstir eftir, er hugleiðsla eina svarið.

Ef við erum sátt við það sem við eigum og erum höfum við enga æastæðu til að snúa okkur að hugleiðsluiðkun. Innra hungur er hvatinn að því að við tökum að hugleiða. Okkur finnst að innra með okkur sé eitthvað lýsandi, viðfemt og guðlegt, sem við höfum sára þörf fyrir.æ gallin er sá að við höfum ekki aögang aö því eins og er. Innra hungrið stafar af andlegri þörf.

Hugleiðsla er ekki flótti

Ef tilefni hugleiðsluiðkunar okkar er að flýja heiminn og gleyma þjáiningum okkar eru forsendunar rangar. Séu ytri vonbrigði og óanægja hvatinn að því að við tökum upp andlega iðkun er eins víst að við gefumst upp á miðri leið. Þessa stundina er ég ósáttur við heiminn því að ég hef ekki fengið löngunum mínum fullnægt. Á morgun segi ég: “Ég ætla að reyna aftur. Kannski verð ég hamingjusamur í þetta sinn”. Á endanum uppgötvum við að langanalífið færir okkur aldrei hamingju og þá finnum við hjá okkur þörf fyrir að snúa okkur að innra lífinu. Það er háleit þrá.

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys