SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Hvað er hugleiðsla?

Hugleiðsla má líka við að kafa á hafsbotinn þar sem ríkir friðsæld og kyrrð. Á yfirborðinu kann að vera öldurót en það hefur ekki áhrif á neðri lög sjávarins. í dýpstu djúpunum ríkir algjör þögn. Við upphaf hugleiðslunnar reynum við að ná til innri tilveru okkar, sannrar tilveru okkar — það er að segja sjávarbotnsins. Síðan, þegar öldurnar frá ytra heiminum skella á okkur, erum við ósnortin. Otti, efi, áhyggjur og allur veraldlegur glundroði skolast burt því innra með okkur ríkir óhagganlegur friður. Hugsanir megna ekki að koma okkur úr jafnvægi því hugurinn er gagntekinn friði, kyrrð og einingu. Þær synda um eins og fiskarnir í sjónum en skilja engin ummerki eftir sig. Þannig að í hæstu hugleiðslu finnst okkur við vera sjórinn og við erum alls ósnortin af sjávardýrunum. Okkur finnst við vera himinninn og allir fuglamir, sem fljúga framhjá, hafa ekki nokkur áhrif á okkur. Hugur okkar er himinninn og hjartað óendanlegt hafið. Þetta er hugleiðsla.

Video

Videó: Þögul hugleiðsla með Sri Chinmoy

Hugleiðsla er ekki bara það að sitja þögull í fimm eða tiú mínútur. Hún krefst meðvitaðrar viðleitni. Hugann verður að gera kyrran og hljóðan. Jafnframt þarf hann að halda vöku sinni svo ekki komist að truflandi hugsarnir eða langanir. Ef okkur tekst að stilla hugann og gera hann hljóðan verðum við þess áskynja að nýr heimur rennur upp innra með okkur. Þegar hugurinn er orðinn auður og kyrrlátur og tilvera okkar öll er orðin sem auð hirsla gefst innri verund okkar færi á að vekja upp takmarkalausan fríð, ljos og alsælu sem fyllir þessa hirslu. Þetta er hugleiðsla.

Video

Videó: Sri Chinmoy svar spurningum - hvað er hugleiðsla?


Spurning: Ég er að leita eftir meiri gleði í lífi mínu, en er ekki viss um að fínna hana með hugleiðslu.

Það er til marks um andlegt hungur að finnast lífið ekki færa sér næga gleði. Þegar þú ert haldinn andlegu hungri vilt þú borða andlega fæðu. En ekki ef þú ert ekki svangur. Um fimmtán eða tuttugu ára skeið hefurðu hvorki haft mikinn né ósvikinn áhuga á andlegu lífi. Úr því að þú hefur hvorki beðist fyrir né hugleitt þetta lengi myndirðu ekki hafa vald á sundinu, ef þú styngir þér allt í einu í úthaf andlegs lífs. Eðli þínu breytirðu ekki á einni nóttu. Það verður að gerast hægt og örugglega og þróast stig af stigi. Fyrst lærirðu að halda þér á floti og smám saman nærðu tökum á sundinu. Um síðir verðurðu fær sundmaður. En þar sem þú býrð yfir innra hungri gefur það til kynna að þú sért reiðubúinn að hefja sundið.

- útdráttur úr ritum Sri Chinmoys