SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Góðu og mykru öflin

Video
Videó: Sri Chinmoy svara spurningum: Af hverju er vondur til?

Spurning: Myrku öflin virðast vera að færast í aukana og verða mikið ágengt og góðu öflin virðast vera að missa máttinn. Hvernig er það mögulegt að góðu öflin muni nokkurn tíman sigra?

Sri Chinmoy: Hvernig getum við sagt til um hver myrku öflin eru, hver góðu öflin eru og hver sé að sigra? Við notum þetta hugtak “myrku öflin” en vitum við nokkuð um það, hver eru myrk öfl og hver eru góð öfl? Við gætum sjálf verið í hlutverki myrku aflanna. Við skulum reyna, meðvitað og eftir bestu samvisku að draga úr röngum gjörðum okkar. Ef við reynum á hverjum degi að fækka röngum gjörðum, hjálpum við Hinu Guðlega innra með okkur að gera okkur fullkomin. Fyrst að Guð hefur ekki gefist upp á okkur, verðum við að halda áfram að reyna. Og þar sem Hann hefur endalausa þolinmæði, skulum við líka hafa þolinmæði til að sigrast á myrkum öflum.   

Við megum ekki auka á vandamál Guðs. Óafvitandi gerum við margt rangt; og fyrir það verðum við að fyrigefa sjálfum okkur. En við gerum líka meðvitað margt rangt. Við lítum í kringum okkur og sjáum að einhverjum hefur orðið á og að Guð hefur fyrirgefið honum svo við hugsum sem svo “Ég get gert eins, og Guð mun líka fyrirgefa mér.” Er nokkur mannleg vera sem ekki gerir vísvitandi eitthvað rangt á hverjum degi, í þeim tilgangi einum að svala einhverjum löngunum, sérstaklega í hugarheiminum? Óöryggi kemur, afbrýðisemi kemur, minnimáttarkennd og mikilmennska koma og við hleypum þeim inn. Við lokum bara augunum fyrir þeim. Ef við sigrumst ekki á þessum röngu öflum, ef við berjumst ekki á móti þeim, gefumst við þeim á vald. Við verðum á öllum stundum að vera eins og hugrakkir hermenn eða hetjur til að sigrast á þeim í eitt skipti fyrir öll.