SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Friðarleið einstaklingsins

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Friður er upphaf kærleika.
Friður er lúkning sannleikans.
Friður er afturhvarf til Upphafsins.

Án friðar getum við ekki lifað sem sannar manneskjur. Við höfum átakanlega þörf fyrir frið bæði innra með okkur sjálfum og í ytra lífinu.

Af hverju höfum við þá ekki öðlast frið sem er lífi okkar svo mikilsverður? Ástæðan er hungur í að komast yfir hluti. Við viljum eiga heiminn. En er eitthvað til í þessum heimi sem við getum eignað okkur? Það eina, sem líta má á sem eign okkar, er það sem við ráðum yfir, það sem við höfum úrslitaákvörðun um. En meira að segja það sem við byggjum tilveru okkar á — líkaminn, lífaflið og hugurinn — neitar að hlusta á okkur og lætur ekki að stjórn. Þess í stað reyna þau stöðugt að stjórna okkur.
Við viljum að líkaminn sé athafnasamur en hann vill helst láta undan drunga og aðgerðaleysi. Við viljum að lífaflið sé drífandi og kraftmikið en þess í stað verður það árásargjarnt og reynir að eyðileggja aðra. Við viljum að hugurinn sé staðfastur í trúnni en þess í stað er hann ekkert nema efasemdir og vantrú alla tíð. Ekki nóg með að hann efist um aðra heldur hefur hann líka vantrú á eigin getu, því sem hann hefur fengið áorkað, veruleika sínum og þeim skilningi sem hann hefur öðlast. Aðra stundina segir hugurinn að þú sért mjög góður maður en í næstu andrá segir sami hugurinn að þú sért ákaflega slæmur. Þar á eftir veltir hann því fyrir sér hvort hann hafi gert rétt í því að hafa ekki haft trú á þér. Fyrst segjum við að einhver sé indæll en síðan að hann sé slæmur. Þar á eftir förum við að efast um hæfileika hugans. Þegar við byrjum að efast um veruleika og trúverðugleika hugans hefst eyðileggingin. Þó við efumst um aðra þarf það hvorki að koma okkur sjálfum mjög vel eða illa. En þegar við hættum að hafa trú á sjálfum okkur, þá hrynur veruleiki okkar. Hvernig eigum við að öðlast hamingju ef við höfum ekki ró hugans? Sé einhver hluti verund- arinnar án friðar — hvort sem það er hjartað, hugurinn, lífaflið eða efnislíkaminn — þá er hamingjan langt undan. Þegar öll verund okkar fyllist sönnum friði — guðlegum friði, upplýsandi og uppfyllandi friði — hljótum við að verða hamingjusöm.

Ef við getum ekki stjórnað eigin líkama, lífafli eða huga, hvernig getum við þá eignað okkur þau? Jafnvel þó við teljum þau tilheyra okkur verður ekki horft framhjá því að dauðinn mun einhvern tíma hrifsa þau frá okkur. Við getum ekki talið það, sem við fáum ekki eilíflega haldið, til eigna okkar. Getum við þá afsalað okkur því? Hug- myndin um afsal er fráleit af því að við eigum ekkert til að afsala okkur. Með því að kafa djúpt inn á við skýrist það fyrir okkur að við erum raunverulega betlarar. A betlari eitthvað til að afsala sér?

Þannig leiða jarðneskar eignir til vonbrigða og afsal þeirra kemur ekki að gagni. Hvað færir okkur þá frið? Það eitt að gangast undir vilja Guðs, getur fært okkur sannan frið. I hjarta okkar, í öllu lífi okkar er aðeins um eina grundvallarbæn að ræða, bænina sem Kristur, Frelsarinn, kenndi okkur: „Verði þinn vilji.“ Frá alda öðli hafa orðið til miljónir bæna en engin þeirra jafnast á við þessa. Með því að gera Guðs vilja að okkar verður friður ráðandi í lífi okkar sem helgað verður visku, háleitri þrá og hollustu.
Hvernig getum við vitað hver vilji Guðs er? Sé það vilji Guðs að eitthvert verk sé unnið finnum við fyrir nokkurs konar innri gleði eða fullnægju jafnvel áður en við hefjumst handa. Það færir okkur líka gleði að vinna verkið. Síðast en ekki síst raskar það ekki hamingju okkar hvort verk okkar ber árangur eða er árangurslaust.

Venjulega erum við ekki hamingjusöm nema við njótum velgengni og aðeins sigur megnar að veita okkur gleði og hamingju. Ef við getum verið jafn hamingjusöm, glöð og fullnægð óháð því hvort okkur lánast eða mistekst ætlunarverk okkar og getum glöð afsalað okkur útkomunni í hendur Almættinu, þá og því aðeins getum við verið viss um að hafa farið að vilja Guðs. Annars finnst okkur við hafa farið að vilja Guðs þegar okkur tekst það sem við ætlum okkur en ef okkur mistekst segjum við að neikvæð öfl hafi ráðið ferðinni. Eða þá að við þökkum sjálfum okkur, viljastyrk okkar, þegar árangurinn er góður, og ef okkur mistekst teljum við það stafa af því að Guði standi á sama um okkur.

Til þess að öðlast ómælanlegan frið verðum við að beygja jarðbundinn vilja okkar undir vilja Guðs. Fúslega, af alhug, trúfestu, afdráttarlaust og skilyrðislaust verðum við að gefa hinn takmarkaða mannlega veruleika okkar á vald hinum alheimslega eða yfirskilvitlega veruleika. Hér er ekki um að ræða undirgefni þrælsins við húsbóndann held- ur byggir hún á visku sem ber skynbragð á mis- muninn á milli hæstu hæða okkar og lægstu djúpa. Hið æðsta og hið lægsta eru hvor tveggja hluti af okkur. Þegar við beygjum okkur undir vilja Almættisins fórnum við því lægsta í okkur fyrir það æðsta því að Almættið er í rauninni okkar æðsta sjálf. Við erum eins og lítill dropi og Guð, Uppruni okkar, líkist víðfeðmu hafinu. Þegar dropinn sameinast hafinu glatar hann sínu takmarkaða ein- staklingseðli og persónuleika og verður að hafinu. I raun og veru glatar hann engu, því að hann auðgar tilveru sína ótrúlega. A sama hátt sækir ótti, efi og aðrir neikvæðir og eyðileggjandi eiginleikar stöðugt á okkur ef við höldum einstaklingseðli okkar og persónuleika óbreyttum. Ef við aftur á móti sameinumst Upprunanum, sem er einskært ljós og sæla, þá öðlumst við alla guðlega eiginleika og getu Upprunans. Þannig öðlumst við frið og verund okkar öll fyllist gleði, ljósi og sælu ef við gefum lægsta sjálf okkar, sem við erum nú fulltrúar fyrir, á vald æðsta sjálfi okkar.

Eins og nú er ástatt eru ótti, efi, kvíði, spenna og ójafnvægi yfirgnæfandi en sá tími mun koma að heimur okkar mun verða fullur friðar. Hver mun koma þeirri róttæku breytingu í kring? Það verður þú: — Þú og systur þínar og bræður sem eru framhald af veruleika þínum. Það verður þú og einingarhjarta þitt sem breiðist út um heiminn þveran og endilangan.