SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Andlega sinnaður maður er hagsýnn

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Búðu huga þinn undir að meðtaka friðinn,
sem aðeins fæst á einum stað:
í einingarhjartanu,
og hvergi annars staðar.

Sri Chinmoy

Andleg ástundun er einföldun lífsins. Andleg ástundun er upphafning lífsins. I hefðbundnu, mannlegu lífi eru endalaus vandamál. Á hverjum degi steðja að óteljandi vandamál og við finnum enga leið til að leysa þau eða einfalda margbrotið og flókið jarðneskt líf okkar. Þá kemur andleg ástundun sem bjargvættur. Hún leysir vandamálin, einfaldar hið flókna líf og laðar auk þess fram hið guðlega í okkur. Hið guðlega í okkur er það sem þráir að efla og uppljóma hinn ódauðlega þátt okkar og leyfa honum að njóta sín til fulls.


Að sumra áliti er andlega sinnaður maður óhagsýnn en það er mesti misskilningur. Andlega sinnaður maður er þvert á móti mjög hagsýnn. Venjulegur maður, sem ekki þekkir andlega þrá, hugsar sér Guð í himnum, miljón sinnum hærra uppi en tilvist hans sjálfs. Guð hans er ekki hjá honum heldur í óþekktu og óþekkjanlegu himnaríki.

Andlega sinnaður maður hefur allt aðra hugmynd um Guð. „Ef Guð er til, hlýtur Hann að búa í hjarta mínu og alls staðar umhverfis mig,“ segir hann. Þannig er leitandinn hagsýnn. Hann samþykkir ekki kenninguna um að Guð sé í fjarlægu himnaríki sem ekki verður komist til, að Guð sé afskiptalaus og hafi ekki áhuga á lífi hans. „Eg mun aðeins ná að uppfylla háleita þrá mína og þarfir ef Guð minn er hér á jörðinni,“ segir hann.

Þegar honum verður ljóst að hann stendur andspænis Guði skynjar hann undireins að Guð er alls staðar, bæði á himni og jörð. Þegar hann hugs- ar um Guð á himnum skynjar hann strax að Guð er veruleiki.

Hið hefðbundna líf felur í sér margar þarfir. En ef við lifum andlegu líferni verður okkur ljóst að þörfrn er aðeins ein; ást á Guði.

Andlega sinnaður maður er ekki aðeins hagsýnn heldur líka eðlilegur. Líf hans er ekki óskipulagt. Hann fer frá punkti eitt til tvö og þaðan þrjú en ekki á hinn veginn. Hann byrjar á byrjuninni. Og hver er byrjunin? Guð er byrjunin því Hann er Skaparinn, Guð er Uppruninn. Hver dagur gengur í garð með nýju lífi, nýrri von, nýrri ódauðleikakennd. I dögun byrjar leitandinn á byrjuninni. Hann byrjar á því að biðja til Guðs, síðan leiðir hann hugann að mannkyni og síðast að sjálfum sér.


Heimurinn er gríðarstór en sérhver einstaklingur stendur íyrir heiminn. Þú og ég sköpum heiminn með þeim straumum sem við færum honum. Við skulum segja að hvaða litla rými, sem er, sé smækkuð eftirmynd heimsins. Ef við getum vakið upp frið og síðan fært einhverjum öðrum hann sjáum við hvernig friðurinn breiðist út frá einum einstaklingi til tveggja og smám saman til alls heimsins.


Þegar þið standið fyrir framan spegil og við ykkur blasir óguðlegt andlit getið þið verið fullviss um að allur heimurinn er óguðlegur. Ef andlit ykkar kallar hins vegar fram gleði í brjóstum ykkar, ef það er hreint og guðlegt, þá megið þið bóka að heimurinn er líka hreinn og guðlegur. Það fer eftir því hvernig þið sjáið ykkur sjálf hvernig heimurinn horfir við ykkur. Eg fullvissa ykkur um að ef þið sjáið andlega þrá í andliti ykkar þá komist þið ekki hjá því að verða alls staðar vör við hana í heiminum. Ef ykkur finnst herskátt afl, grimmt ljón innra með ykkur, klófestir það ykkur um leið og þið farið að heiman. Við erum nákvæmar frummyndir af heiminum. Við erum eins og smækkuð ímynd alheimsins og heimurinn er hinn stóri alheimur. Dýrlingur lítur alltaf á alla — þar með talinn hinn versta þjóf — sem dýrlinga. A sama hátt sér þjófurinn jafnvel hinn guðdómlegasta dýrling sem þjóf. Við dæmum aðra út frá okkar eigin staðli, í samræmi við okkar eigin skynjun og skilning.