SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Andleg leið Sri Chinmoys

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Hver Meistari hefur sinn hátt á því að kenna nemendum sínum að hugleiða. Ég fer þess á leit við mína lærisveina að þeir byrji hugleiðsluna með því að endurtaka orðið Supreme (Æðsta á ensku) nokkrum sinnum. Guð, eða hið Æðsta, er okkar eilífi Gúrú. Það er líka hjálp í því að tóna AUM innilega. Þakklæti er gríðarlega mikils virði í andlegu lífi. Arla morguns þegar þú ert að hefja hugleiðsluna skaltu anda mjög djúpt og hægt þrisvar sinnum og á meðan þú ert að anda að þér, skaltu þakka hinu Æðsta af öllu hjarta fyrir að hafa vakið þig til vitundar og glætt hjá þér hvöt til að hugleiða. Ur miljónum manna í heiminum valdi hið Æðsta þér það hlutskipti að leggja út á andlegu brautina; þannig að þú ert eðlilega þakklátur.

Video
Sri Chinmoy talar um að taka við lærisveinunum

Tengjast vitund meistarans

Ef þú skynjar innra með þér að þú laðast að mér, þarftu ekki að vera órólegur þótt þú fáir ekki sérstaka hugleiðsluaðferð. Akjósanlegustu hugleiðslu nærðu með því að tengjast vitund minni við að horfa á mynd af mér í hárri hugleiðsluvitund. Þú þarft ekki að hugsa um neitt á meðan þú hugleiðir á myndina. Reyndu bara að sökkva tilvist þinni yst sem innst inn í vitund mína með ýtrustu þrá.

Lærisveinum mínum, sem hugleiða fyrir framan mynd af mér, finnst þeir ekki vera að hugleiða frammi fyrir mér heldur sínum rétta Gúrú sem er hið Æðsta. Hið Æðsta er hinn eilífi Gúrú — minn, þinn og allra manna. En ég kem fram fyrir hönd hins Æðsta á persónulegan, aðgengilegan máta fyrir þá sem hafa trú á mér rétt eins og aðrir Meistarar eru fulltrúar hins Æðsta í hugum lærisveina sinna.

Þannig að þegar þú hugleiðir á mynd mína skaltu ekki skoða hana sem mynd af mannlegri veru. Hafðu fremur í huga þann mikla árangur og vitund sem myndin stendur fyrir. Mynd af mér er, að minnsta kosti í augum lærisveina minna, tákn um mann sem hefur náð einingu við hið Hæsta. Ég get ekki annað en hjálpað öllum sem einbeita sér að mynd af mér af sannri tilbeiðslu og þrá. Þjónusta við mannkynið er eina ástæðan fyrir veru minni hér á jörðinni.

Þetta kenni ég lærisveinum mínum, en ef þú vilt fylgja leið einhvers annars má vera að hann gefi þér aðrar leiðbeiningar. Eg er andlegur kennari en ekki sá eini í heiminum; það eru nokkrir aðrir. Ég get fært sál þinni ljós ef þú vilt fylgja minni leið.

Með því að kynna þér það sem ég hef skrifað, koma reglulega á hugleiðslufundi okkar og einbeita þér að mynd af mér í daglegri hugleiðslu þinni, verð ég fær um að aðstoða þig á því innra ferðalagi sem þú hefur tekist á hendur. Ef þú aftur á móti fylgir leið einhvers annars mun sá kennari vitaskuld kenna þér að hugleiða á sinn tiltekna hátt.

Að lifa í heiminum

Heimspeki okkar afneitar hvorki ytra lífinu né því innra. Flest fólk hafnar innra lífinu. Það álítur innra lífið ekki mikilsvert meðan það lifir þægilegu ytra lífi. Þar á móti eru nokkrir sem halda að ytra lífið sé ekki nauðsynlegt. Þeir eru á því, að best væri að halda upp í helli í Himalajafjöllum og lifa einsetulífi, þar sem ytra lífið sé svo sársaukafullt og niðurdrepandi.

Við höfum hvorki trú á einsetulífi né hefðbundnu mannlegu lífi — hinu svokallaða nútímalífi sem byggir á vélum en ekki innri veruleikanunt, sálinni. Við leitumst við að sameina og skapa góða heild úr ytra og innra lífinu. Ytra lífinu má líkja við fallegt blóm og innra lífið er ilmur þess. Ef ilminn vantar kunnum við ekki að meta blómið. En hvernig er hægt að njóta ilmsins ef ekkert er blómið? Af þessum sökum verða innra og ytra lífið að fara saman.