SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Þróuð andlegaiðkun

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Íhugun - að verða sannleikurinn

Einbeitingin gerir okkur einbeitt. Fyrir tilstilli hugleiðslu þenjum við vitund okkar út í víðáttuna og komumst inn í vitund hennar. En í íhugun eram við að vaxa inn í víðáttuna og vitund hennar verður okkar. I íhugun náum við í senn okkar dýpstu einbeitingu og hæstu hugleiðslu. Við vöxum inn í þann sannleika, sem við komurn auga á og fundum fyrir í hugleiðslunni, og verðum algjörlega eitt með honum. Þegar við einbeitum okkur að Guði, finnum við hugsanlega fyrir honum beint fyrir framan okkur eða til hliðar við okkur. Þegar við hugleiðum hljótum við að finna fyrir Oendanleikanum, Eilífðinni og Odauðleikanum innra með okkur. En þegar við rhugum skilst okkur að við sjálf erum Guð, við sjálf erum Oendanleikinn, Eilífðin og Odauð- leikinn.

Ihugun er meðvituð eining okkar og hins óendanlega, eilífa Almættis. Þar sameinast Skaparinn og sköpunarverkið, elskandinn og hinn elskaði, þekkjandinn og hið þekkta. Aðra stundina erum við hinn guðlegi elskandi og Guð hið Æðsta sem við elskum. Hina stundina skiptum við um hlutverk. I íhugun sameinumst við Skaparanum og sjáum allan heiminn innra með okkur. Ef við virðum okkur sjálf fyrir okkur á því andartaki sjáum við ekki mannlega veru heldur eitthvað sem líkist aflstöð ljóss, friðar og sælu.

Samanburður hugleiðslu og íhugunar

Hvort sem við hugleiðum á tiltekinn guðlegan eiginleika svo sem ljós, frið eða sælu eða óhlutstætt á Oendanleika, Eilífð eða Odauðleika finnum við án afláts fyrir hraðlest sem brunar áfram innra með okkur. Hún er á stöðugri ferð fram á við meðan við hugleiðum frið, ljós og sælu. Þó að hugur okkar sé kyrrlátur og hljóður í víðáttu Óendanleikans, þá á sér stað ákveðin hreyfing; lestin stefnir ótrauð í átt að markinu. Við sjáum fyrir okkur takmark og hugleiðslan fer með okkur þangað.

Þessu er ekki þannig farið í íhugun. Þá skynjum við alheiminn og fjærsta Takmarkið innst í okkur sjálfum. Þegar við íhugum finnum við að innra með okkur geymum við allan heiminn með sína óþrjótandi birtu, frið, sælu og sannleika. Það er engin hugsun, ekkert form, engar hugmyndir.

I íhugun rennur allt saman í eitt vitundarflæði. í okkar hæstu íhugun skynjum við okkur eingöngu sem vitund; við erum eitt með hinu Algjöra. í okkar hæstu hugleiðslu er aftur á móti í gangi öflug hreyfing í vitund okkar. Við erum fyllilega meðvituð um hvað fram fer bæði í ytri og innri heiminum en það hefur ekki áhrif á okkur. Við erum ekki síður ósnortin af því sem gerist í báðum heimunum þegar við íhugum en öll tilvera okkar er orðin hluti af alheiminum sem við geymum innst inni.


Íhugun kemur að mörgum árum liðnum, þegar leitandinn er kominn ákaflega langt á veg. íhugun er efsta þrep innri stigans. Afar fáir leitendur hafa hana á valdi sínu, jafnvel þótt aðeins sé um takmarkaða íhugun að ræða og geta svo sannarlega ekki íhugað hvenær sem þeim býður svo við að horfa.

Að ná valdi á íhugun er nauðsynlegur undanfari Guðskynjunar og því er ekki hægt að komast framhjá henni. En í þínu tilviki er fhugun ekki orðin aðkallandi af því að þú hefur ekki fullkomnað einbeitingu þína og hugleiðslu. Þegar einbeitingin og hugleiðslan eru orðnar fullkomnar þarf einnig að fullkomna íhugunina. Þá fyrst ertu orðinn fær um að sameinast hinu