„Hlaup hjálpa okkur töluvert. Hlaup er stöðug hreyfing. Vegna hlaupa okkar finnum við fyrir því að það er markmið - ekki aðeins ytra markmið heldur líka innra markmið. “
Sri Chinmoy
Sri Chinmoy stofnaði maraþonliðið árið 1977 sem þjónustu við samfélag hlaupara og til að vekja athygli á íþróttum sem leið til andlegs þroska.
Með árunum hefur Sri Chinmoy maraþonliðið orðið stærsti stuðningsaðili ofurhlaupa og staðið að framkvæmd á maraþonhlaupum, þríþrautum, íþróttamótum, lengri sundviðburðum og meistarakeppni í frjálsum íþróttum. Á fyrstu árum starfseminnar skapaðist sú hefð að bjóða þátttakendum uppá veitingar eftir hvert hlaup, drykkjarföng á meðan á hlaupinu stendur og verðlaun fyrir alla aldurshópa, alveg upp í 70 ára og eldri.
Sri Chinmoy trúði því að íþróttir og andlegur þroski færi vel saman. Viðburðir sem maraþonliðið skipuleggja gefa þátttakendur tækifæri til að sigrast á takmörkunum sínum og öðlast ánægju af því að efla eigin getu.
Playing this video will load cookies from Vimeo. Please accept cookies to view this content.
Playing this video will load cookies from Vimeo. Please accept cookies to view this content.
Á Íslandi er skipulagt 5 km Vatnsmýrarhlaup í ágúst ár hvert.
Liðsmenn Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa skarað fram úr í hlaupum, hjólreiðum og sundi og eru þar á meðal nokkrir landsmethafar og mörg heimsmet hafa verið sett í þessum keppnum.
Playing this video will load cookies from Vimeo. Please accept cookies to view this content.
Ashprihanal Aalto, frá Finnlandi, á metið í 3100 mílna hlaupinu sem hann lauk á 40 dögum og 9 klukkustundum. Hann hefur lokið hlaupinu alls 15 sinnum.