SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sri Chinmoy á Íslandi

Sri Chinmoy heimsótti Ísland sex sinnum á árabilinu 1974 til 2003. Hann hélt tónleika og fyrirlestra auk þess sem hann átti fundi með leiðtogum þjóðarinnar í því skyni að vinna friðarhugsjóninni fylgi.

Video

Heimsóknar

1974

 • Fyrirlestur í Háskóla Íslands - Aspiration and Dedication (Andleg þrá og tileinkun)

..... ég hef fundið fyrir indverskri vitund hér á Íslandi. Hér hef ég séð náttúrufegurð Indlands og skynjað innri frið Indlands. Vera mín hér fær mig til að finnast að innri þrá mín og innri þrá ykkar hafi byggt brú milli andlegs Indlands og andlegs Íslands.

Sri Chinmoy

 • Fundur með Kristjáni Eldjárn, forseta Íslands á forsetaskrifstofunni í Reykjavík. Forsetinn og Sri Chinmoy ræddu indversku Vedaritin og sameiginlegan uppruna sanskrít og íslensku. Þeir ræddu líka um friðarhugleiðslur Sri Chinmoy hjá Sameinuðu þjóðunum. Sagði forsetinn: “Ég get séð fyrir mér að hér á landi sé nokkuð mikill áhugi fyrir því sem þú hefur að segja.”
Með Kristjáni Eldjarn forseta

Ég finn sterklega fyrir indversku andrúmslofti hér á Íslandi. Ég skynja hér ró og friðsæld Indlands. Á Íslandi finn ég 75 prósent indverskan frið, 20 prósent evrópskan skýrleika og 5 prósent bandaríska virkni.

Sri Chinmoy
í samtali við Kristján Eldjarn

1975

 • Fyrirlestar í Reykjavík og á Akureyri
 • Fundur með Sigurbirni Einarsyni, biskup Íslands

1988

 • Fundir með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta, Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra og Pétri Sigurgeirssyni, biskup Íslands.

 • Tónleikar í Háskólabíói í Reykjavík

Jörðin er eins og heimili. Ég var að hitta fjölskyldumeðlimi mína sem eru dreifðir um alla jarðkringluna. Við erum öll ein stór fjölskylda. Hvert land er eins og herbergi í stóru húsi og því er ég hér, til að syngja Íslandi löfgjörð af öllu hjarta mínu. Hvert og eitt herbergi í þessu húsi er sérstakt eins og til dæmis land ykkur. Þið eruð friðelskandi þjóð og hafið verið um margra alda skeið. Þið berjist ekki við aðrar þjóðir og óttist þær ekki heldur. Hin mikla gestrisni ykkar fyllir mig einingarfinnungu og kærleik.

Sri Chinmoy
Viðtal við Morgunblaðið

Greinar um tónleikana
 • Orgelflutningur í Fríkirkjunni
Sri Chinmoy hugleiðir áður en hann leikur á orgel Fríkirkjunnar.

1989

 • Opnunarathöfn Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupsins á Íslandi. Sri Chinmoy stofnaði friðarhlaupið 1987 og það ár hljóp boðhlaupslið hringinn í kringum Ísland.      Árið 1989 sóttu Sri Chinmoy og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðhhera athöfnina og sendu hlauparana af stað í sína aðra ferð kringum landið.

 • Sri Chinmoy heiðraði forsætisráðherrann með viðurkenningu sem kallast “Lifting up the world with a Oneness-Heart”, þar sem Sri Chinmoy lyfti fólki upp yfir sig á sérsmíðuðum palli. Aðrir sem hlutu þessa viðurkenningu eru m.a. Nelson Mandela, forseti, Desmond Tutu, erkibiskup og Muhammad Ali, hnefaleikakappi.

 • Tónleikar í Langhóltskirkju. Á tónleikunum gaf Sri Chinmoy ræðu um fyrirgefningu.

 • Fór til Þingvalla til að taka þátt í friðarathöfn sem tengdist komu Jóhannesar Páls páfa.

2000

 • Móttaka fyrir Sri Chinmoy í Höfða

Ég tileinka mér frið og hvar sem ég sé frið, hvar sem ég finn frið, þar líður mér eins og ég eigi heima. Þannig að heimili hjarta míns er á Íslandi.

Sri Chinmoy
Ræða í Höfða: “Ísland trúir á fríð, Ísland iðkar fríð”

 • Tónleikar í Háskólabíói.

Video

Á tónleikunum las Sri Chinmoy upp ljóð úr 'Hér og Nú' ljóðaröð sinni.

2003

 • Heiðraði marga þingmenn með “Lifting up the world with a Oneness-Heart” viðurkenningunni.
Sri Chinmoy lyftir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Kristrún Eymundsdóttur eiginkonu hans

 • Orgelflutningur í Hallgrímskirkjunni

Orgelflutningar Sri Chinmoys á Íslandi var gefnir út á geisladisk sem heitir The Thunder of the Soul and the Whisper of the Heart.