SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sri Chinmoy maraþonliðið

„Hlaup hjálpa okkur töluvert. Hlaup er stöðug hreyfing. Vegna hlaupa okkar finnum við fyrir því að það er markmið - ekki aðeins ytra markmið heldur líka innra markmið. “

Sri Chinmoy

Sri Chinmoy maraþon í Rockland fylkigarðinum, New York fylki

Sri Chinmoy stofnaði maraþonliðið árið 1977 sem þjónustu við samfélag hlaupara og til að vekja athygli á íþróttum sem leið til andlegs þroska.

Í gegnum árin hefur Sri Chinmoy maraþonliðið orðið stærsti stuðnings aðili ofurhlaupa og staðið að framkvæmd á maraþonhlaupum, þríþrautum, íþróttamótum, lengri sund viðburðum og meistarakeppnum í frjáls íþróttum. Á fyrstu árum starfseminnar þegar liðið var að vaxa og eflast skapaðist sú hefð að bjóða þátttakendum uppá veitingar eftir hvert hlaup, drykkjarföng á meðan hlaupinu stendur og verðlaun fyrir alla aldurshópa, alveg uppí 70+ára.

 

Heimspeki liðsins

Sri Chinmoy trúði því að íþróttir og andleg þroska færu saman. Viðburðir sem Marathon Team skipuleggja gefa þátttakendum tækifæri til að fara út fyrir takmarkanir okkar og öðlast ánægju af því að efla eigin getu.

Video
Viðtal við Sri Chinmoy um andlegt heimspeki langahlaups, á 6- og 10-daga hlaupinu í New York.

 

Þekktir viðburðir

  • Sri Chinmoy Self-Transcendence 3100 Mile Race er lengsta hlaupið sem Marathon Team kynnir; New York Times lýsti það sem „Everestið ofurhlaupsins“. Hlaupið er haldið árlega síðan 1997 í Queens, New York. Hlaupararnir verða að hlaupa 95 km á dag til að ljúka hlaupinu innan 52 daga takmarkinu.
Video
Viðtal við Jayasalini Abramovskikh frá Russlandi, sem lauk hlaupinu árið 2014
  • Sri Chinmoy sex- og tíu daga hlaup Tvö ofurhlaup sem fara fram hlið við hlið í New York. Þetta er einn helsti viðburður á bandaríska ofurhlaupadagatalinu.
  • Sundhlaup í Zurichvatninu Vinsæll 26 km sundhlup eftir endilöngu Zurichvatns. Margir Ermarsundmenn nota það sem hluta af undirbúningi sínum.
  • Sri Chinmoy þrefaldurþríþraut Þrír utanvegaþríþrautir bak-til-bak, sem tekur keppendur kringum í allt Canberra í Ástralíu.

Á Íslandi skipuleggjum við 5 km Vatnsmýrarhlaup í Ágúst.

Okkar liðsmenn

Liðsmenn Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa einnig skarað fram úr á hlaupum, hjólreiðum og sundi. Nokkrir landsmethafar eru á meðal þeirra og mörg heimsmet hafa verið sett í þessum keppnum.

  • Liðsmenn hafa lokið 45 yfirferðir um Ermarsund (næstflestar af liðum.)
Video
Abhejali Bernardova frá Tékklandi synti yfir Ermarsundin árið 2011
  • Dipali Cunningham frá Ástralíu sett heimsmet kvenna á sex daga hlaup með 513 mílum árið 2009, þá 53 ára að aldri.
  • Ashprihanal Aalto frá Finnlandi á metið í 3100 mílna hlaupinu - 40 dagar 9 klukkustundir. Hann hefur lokið hlaupið 15 sinnum.