SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

3100 mílna hlaup

Sri Chinmoy stofnaði 3100 mílna hlaupið (sem heitir Sri Chinmoy Self-Transcendence 3100-Mile Race á ensku) árið 1997 til að sýna heiminum takmarkalausa getuna mannsandans.

Hlaupið fer fram kringum í borgarblokk í Queens, New York. Hlaupararnir hafa 52 daga til að klára 3.100 mílna vegalengdina (næstum 5.000km) - 95km á dag að meðaltali.

Þessar 3.100 mílur minna okkur á einn guðlegan og æðstan veruleika: við getum og við verðum að gera allt sem við könnum að gera til að umbreyta heiminum svefnhöfga og óvilja til að vera kraftmikill. Við skiljum ekki óvilja eftir okkur; þess vegna er hamingjan alltaf langt í burtu. Vilji til að gefa, vilji til að afreka, vilji til að vaxa og ljóma ætti að vera skilaboð sálar okkar. Með okkar sálarblessun getum við og munum við uppfylla okkar líf á jörðinni.

Sri Chinmoy
Ræða eftir fyrstu útgáfu hlaupsins, árið 1997

Hlaupið fer fram árlega á 52 daga tímabili sem hefst um miðjan júní og lýkur í byrjun ágúst. Hlauparar fara kringum í 0,88 km hring um íþróttavöll, leikvöll og framhaldsskóla í Queens, New York. Hlaupararnir byrja kl.6 á hverjum degi og hlaupa upp á 18 klukkutíma á dag og taka sér hlé eftir þörfum. Ef þau vilja geta þau haldið áfram eins langt og miðnætti þegar völlurinn er lokað fyrir nóttina.

3100 mílna hlaupið í fjölmiðlum

Video
3100: Run and Become er heimildarmynd um 3100 mílna hlaupið og ofurhlaup viða um heiminn

Nirbhasa Magee, Íri sem er búsettur í Reykjavík, hefur lokið hlaupinu fjórir sinnum.

Met

  • Karlamet: Ashprihanal Aalto, Finnland (2015) 40 dagar 09:06:00 - að meðaltali 122 km á dag.
  • Kvennamet: Kaneenika Janakova, Slóvakía (2017) 48 dagar 14:24:10
  • Milli áranna 1997 og 2020 hafa aðeins 45 hlauparar lokið hlaupinu.
  • Flestir lok hlaupsins í röð: Suprabha Beckjord, Bandariki - 13 á milli 1997 og 2009
Video
Heimildarmyndin 'Spirit of a Runner' fylgir Suprabhu Beckjord á hlaupinu árið 2008

Vefsíða 3100 mílna hlaupsins