SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Þrír fundir á Íslandi

Sri Chinmoy sagði lærisveinum sínum þessa sögu árið 1998, stutt eftir heimsókn hans til Íslands.

Í fyrsta skipti hitti ég forseta, forsætisráðherra og yfirmann andlega samfélagsins og var það á tveimur klukkustundum. Þetta gerðist á Íslandi.

Fyrst hitti ég forsætisráðherrann í um það bil tíu mínútur. Hann samþykkti að hitta mig vegna þess að nokkrir þingmenn óskuðu þess. En hann vissi ekkert um mig. Hann spurði svo margra spurninga!

Sri Chinmoy með Þorsteini Þálsyni fórsætisráðherra

Herbergið þar sem við hittumst hafði yfirbragð einfaldleikans. Aðrar skrifstofurnar sem ég hef heimsótt voru allar mjög íburðamiklar, jafnvel skrifstofur bæjarstjóranna. En þetta herbergi var einfaldara en það einfaldasta.

Næst hitti ég forseta Íslands. Skrifstofa hennar var rétt hjá forsætisráðherra. Í byrjun leyfði hún blaðaljósmyndurum og starfsfólki sjónvarps að taka myndir, en síðan bað hún alla um að fara. Hún vissi allt um mig, og hún vildi hafa samræður undir fjögur augu, án upptökutækja eða ljósmyndara. Þannig að við áttum mjög sálþrungið samtal hjarta frá hjarta hjartalagsspjall í um það bil hálftíma.

Sri Chinmoy með Vigdísi Finnbogadóttur forseta

Við töluðum um frið og bæði skildum hvert annað við annan. Undir lokin sagði hún mér að henni langaði að lifa andlegu lífi eins og við, en núna er það alveg ómögulegt fyrir hana...

Biskup lútersku kirkjunnar í Reykjavík var svo ágætur frá upphafi til enda. Hann sýndi mér svo mikið góðvild. Við áttum viðtal í rúman klukkutíma. Í fyrstu sagðist hann vilja fá einkaviðtal, og að enginn gæti fylgt mér. En síðanskipti hann um skoðun og bauð öllum lærisveinunum um að koma inn.

Hann bað alla að drekka te eða kaffi og borða brauðið og ostinn sem hann hefði útvegað. Þetta var eins og fjölskyldusamkoma.

Fundur með Pétri Sigurgeirssyni, biskup Íslands

Hann gat ekki skilið af hverju ég drakk ekki te eða kaffi, svo ég varð að gefa langan útskýringu. Þegar hann heyrði að ég væri grænmetisæta var hann með spurningar.

Hann vissi allt um bænina, en hafði ekki hugmynd um hvað hugleiðsla væri. Hann gat ekki ímyndað sér hvernig fólk gæti hugsað án hugsunar. Við áttum því langar umræður um bæn og hugleiðslu.

Ég sagði honum að þegar ég var á Indlandi hefði ég hugleitt í sex eða sjö tíma í senn. Hann trúði því sem ég sagði honum, en hann sagði að það væri ómögulegt fyrir hann að þagga hug sinn í meira en nokkrar mínútur.

Í lokin hugleiddum við í eina mínútu eða tvær og niðurlútir...Síðan lagði hann hendur sínar á herðar mínar og þrýsti á þær af mikill hlýju! Hann var svo ljúfur, svo góður og svo fullur af kærleika og visku!

- 19. mars 1988. Upprunalega enska sagan er á SriChinmoyLibrary.com