SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Fyrirgefning

Ræða á tonleikum í Langholtskirkju
4 júni 1989 - Lesa uppruna enska ræðu á SriChinmoyLibrary.com

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég hugsi ekki um Þig. Samt fyrirgefur þú mér.

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég bið ekki til Þín. Samt fyrirgefur þú mér.

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég hugleiði ekki Þig. Samt fyrirgefur þú mér.

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég þjóna Þér ekki. Samt fyrirgefur þú mér.

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég elska Þig ekki. Samt fyrirgefur þú mér.

Drottinn Elskaði Æðstinn Minn, ég geri allt vitlaust og ég segi allt vitlaust. Samt fyrirgefur Þú mér á hverri stundu. Hvers vegna, hvers vegna, minn Drottinn Elskaða Æðsti?

"Barnið mitt, ég er hinn eilífi Draumari og þú ert minn Draumur eilífðarinnar. Í Minni Tilverumeðvitund-Raunveruleika dreymir mig í þér og í gegnum þig á hverju augnabliki. Þú vilt uppfyllingu. Með því að hugsa ekki um Mig, með því að biðja ekki til Mín, með því að hugleiða ekki á Mig, með því að þjóna Mér ekki, með því að elska Mig ekki, munt þú aldrei hafa uppfyllingu. Þú getur aðeins haft uppfyllingu með því að elska Mig og heimta Mig sem þinn eigin, alveg eigin.

"Í Mínu tilfelli get Ég ekki fengið uppfyllingu, fulla uppfyllingu, nema Ég geti gert þig að fullkomnum leitanda og fullkominni mannveru. Í gegnum Eilífðina hef Ég þráð fullkomnun mannkynsins. Þessi fullkomnun þarf óendanlega samúð Mína, og fæðingarlaus og dauðlaus fyrirgefningu Mína. Ef nauðsyn krefur, mun ég bíða um alla eilífðina til að gera hverja mína  skapanir fullkomlega fullkomnar, því að þetta er Minn draumur Eilífðarinnar.

"Ég fyrirgef þér vegna þess að ég veit að það mun koma sá tími að þú munt verða Mitt valið færi. Ekki nóg með það, þú munt verða fulltrúi Minn hér á jörðu. Í þér og í gegnum þig mun ég blessa heiminn með sérstökum skilaboðum: skilaboðin um Alhliða Einingu.

"Barnið mitt, vertu ekki dapur yfir því að þú hugsir ekki til Mín, að þú biður ekki til Mín, að þú hugleiðir ekki Mig, að þú þjónar Mér ekki, og jafnvel þú elskar Mig ekki. Vertu ekki dæmdur til vonbrigða. Það mun koma tími þegar þú verður vaknað, vaknað að fullu. Skilyrðislaus samúð Mín mun vekja alla þína veru, þitt jarðneskt líf. Þá munt þú hugsa um Mig svefnlaus, biðja Mig andlaus, hugleiða Mig sálarlega, þjóna Mig sjálfgefandi og elska Mig skilyrðislaust. Þessi gullna klukkustund nálgast óðfluga. Ég er öll Kærleiki og þú, barnið mitt, verður að vera fullkomlega tilbúið til að taka á móti mér af öll kærleika og kærlika, þakklæti og þakklæti, í hjarta þínu.